Skipt yfir í heimilismat

Byrjað á heimilismat

Byrjað á heimilismat

Nú er komið að því. Frá tólfta mánuði og uppúr tekur rólega við breytingin yfir í venjulegan heimilismat. Flest börnin eru þegar komin með fyrstu tennur og eru fær um að borða venjulegan heimilismat auk mjólkurmatar og grauta. En gætið þess samt í fyrstu að hann sé auðmeltur: Forðast ætti matvæli sem valda þembu, mjög feitan eða kryddaðan mat. Slíkt er auðvelt ef tekinn er frá lítill skammtur handa litla barninu fyrir mat.

Á meðan skipt er af varkárni yfir í heimilismat er hægt að helminga grautarmáltíðina kvölds og morgna. Þú getur boðið barninu smurt brauð með ávöxtum eða grænmeti. Síðar getur grauturinn horfið af matseðlinum. Hádegismaturinn ætti að vera úr grænmeti og kartöflum/hrísgrjónum/núðlum. Kjöt og fisk má gefa að vild. Skref fyrir skref kynnist barnið heimilismat og lærir að borða sjálft.